Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
12.12.2006 | 10:48
Hvað er að fólki ?
Hvað getur maður sagt þegar maður heyrir svona fréttir ?
Manni setur hljóðan og missir einhvern veginn trúna á umburðarlyndi fólksins, er hraðinn og jólastressið orðið svona mikið að fólk geti ekki unnt lögreglunni að vinna sína vinnu þegar jafn hörmulegt banaslys verður einsog á þessum stað ?
Það væri gaman að vita hjá þeim sem skömmuðust í lögregluna og þeir sem keyrðu beint í gegnum slysstaðinn hvað það var sem þau voru svona ægilega mikið að missa af ? Var búðin þar sem þú gast keypt jólaseríuna með 40% afslætti að loka ? Var sjónvarpsþáttur að byrja ? Voru kannski félagarnir að hittast í smá jólateiti ? Sá sem lést í þessu slysi fer aldrei að kaupa jólaseríur, horfir aldrei á sjónvarpið og fer aldrei í smá jólateiti.
Legg til að landsmenn nær og fjær dragi nú djúpt andann, jólaandann, hætti að agnúast yfir smámunum og taki á móti frið í hjarta og sálarró, þá verður þetta einhvern veginn allt miklu betra.
þangað til næst,
![]() |
Ökumenn ósáttir við að Vesturlandsvegi skyldi lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2006 | 14:38
Tölvunotkun
Nú hefur því verið haldið fram að ég sé tölvufíkill, að ég noti tölvuna meira en góðu hófi gegnir. Ekki nóg með að ég starfa við tölvur allan daginn heldur að ég geti ekki beðið eftir að komast í tölvuna mína þegar heim er komið. Synir mínir tveir eru orðnir líklegir kandídatar til að feta í fótspor föður síns, sá yngri á þó enn langt í land, þökk sé móður hans.
Fyrir þá sem halda þessu fram verð ég því miður að játa að þeir hafa líklegast rétt fyrir sér. Ótrúlegt hvað hægt er að eyða miklum tíma fyrir framan þetta rafmagnsgangverk, hvernig hægt er að nostra við að fínpússa minnið, samstyrkja (defragment) diskinn og lesa endalausar upplýsingar um fótboltann, svo ég tali nú ekki um bridge-ið.
Konan hefur þó aldrei þurft að hringja á lögregluna, þótt hana hafi örugglega stundum langað til þess.
Þar sem opinberun mín til tölvufíknarinnar er orðin staðreynd, þá lýsi ég því hér með hátíðlega yfir í votta viðurvist að ég mun aðeins fara í tölvuna tvisvar á ári, annars vegar þegar forsetinn á afmæli og hinsvegar þegar hann á ekki afmæli.
Þangað til næst
![]() |
Lögregla kölluð til vegna tölvunotkunar unglinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)