Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
30.11.2006 | 11:33
Persónudýrkun
Ég er orðinn frægur ! Ég var að álpast niðrí útvarpssvið (hjá 365), þurfti að tala við Þráinn tæknitröll, þegar ég rakst á Toby úr Rock Star og hann þurfti að pissa og hvern spyr hann hvar klósettið sé ? Jú mig ! Hann heilsaði mér og allt, sagði "G'day mate".
Auðvitað sýndi ég honum hvar klósettið er staðsett, ekki vil ég hafa ástralska hlandbunu í FM stúdíóinu á samviskunni og þaðan af síður ástralska blöðrubólgu á Íslandi. Ég gekk nú samt ekki alveg svo langt einsog í Notting Hill þegar ein persónan elti Juliu Roberts inná klósett. Sé alveg fyrir mér forsíðuna á DV eða Hér og nú, mynd af mér þar sem ég bendi á klósettið sem Toby pissaði og ég benti honum á hvar væri. Fyrirsögnin væri svona "Íslendingur bjargar Toby frá blöðrubólgu" og "Rock Star tónleikunum bjargað, Toby gat pissað"
Minnir mig á eina góða sögu, þegar ég og Einar vinur minn fórum á Whitesnake tónleika, kíktum síðan á skemmtistað eftirá, kemur ekki ein vinkona Einars sigri hrósandi, rjóð í framan og blik í augum, lýsir yfir með þvílíku stolti "Hæ, þetta er rótari trommuleikarans í Whitesnake" og þarna stóð mullet-permanent hnakkinn við hliðiná henni einsog ílla gerður hlutur á meðan við Einar veltumst um úr hlátri, en hann hefur sjálfsagt fengið sitt.
Annars er persónudýrkun skrýtið fyrirbæri, hvernig fólk á öllum aldri algjörlega dýrkar ákveðnar fígúrúr, , þá sérstaklega íþróttamenn og popptónlistarmenn. Hve margir karlmenn eiga ekki íþróttatreyjur með "Gerrard" eða "Ronaldo" ritað aftaná treyjurnar.
Milljónir manna eiga hluti tengda sínum uppáhalds tónlistarmönnum, áritaðar myndir, tónleika og ég veit ekki hvað. Ég veit að ég er nú aðeins að kasta steinum úr glerhúsi, með uppá vegg hjá mér áritaða mynd af Bono sem ég keypti dýrum dómi, á yfir 40 plötur með U2, nokkra tónleika, fór í ógleymanlega tónleikaferð til Írlands og eitt fyrsta orðið sem ég kenndi syni mínum var einmitt Bono.
þangað til næst.
![]() |
Magni: Þetta verður snarbrjálað" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2006 | 21:57
óþolandi auglýsingar
Senn koma jólin......en fyrst auglýsingar.
Nú getur sjálfsagt markaðsmaðurinn og auglýsingamógullinn hann Egill bróðir minn frætt fáfróðan stóra bróðir sinn um það hvort léleg auglýsing sé betri en engin auglýsing. Helgar tilgangurinn meðalið ? Er undirmeðvitundin það sterk að léleg auglýsing hefur áhrif á hvort maður kaupir vöruna eða ekki ?
Þær eru mjög slæmar þessar erlendu auglýsingar sem búið er að döbba á íslensku afskaplega klúðurslega, einsog flest þvottaefna auglýsingarnar.
Allavega, þá eru nokkrar alveg sérlegar slæmar íslenskar auglýsingar sem eru við það að fá mann til að vilja taka upp bazookuna og skjóta auglýsingastofuna sem gerði viðkomandi auglýsingu.
5. KFC - ansi hreint kjánalegar auglýsingar sem gjörsamlega tröllriðu öllum auglýsingatímum í kringum Rockstar, ílla leiknar og ósannfærandi, en kjúllinn er góður en ég fæ mér aldrei Zingerborgara á sunnudögum.
4. Vaka - Er í gangi í útvarpinu þessa dagna, búið að taka Bí, bí og blaka og breyta því í Bí bí og vaka, algjör vibbi og hreinlega kjánalegur. Smá fyndni í lokin eru þó örlítil sárabót fyrir glataða auglýsingu.
3. Jói Fel - Held að ég fái sjaldan eins mikinn kjánahroll og þegar maður sér Jóa Fel auglýsa sjálfan sig. Eitthvað svo glatað að sjá glottið á honum og svipinn sem sýnir að maðurinn heldur að hann sé Guð almáttugur.
2. Ingvar Helgason. Alger horbjóður, ætti að varða við lög að gera svona leiðinlegar auglýsingar. Sá sem samdi þetta hefur verið á þungum lyfjum og sá sem samþykkti þetta hjá IH er sjálfsagt atvinnulaus í dag. Ekki nóg með að taka hundleiðinlegt jólalag, heldur gerðu þeir það enn leiðinlegra, þegar þessi auglýsing kemur þá er skipt um stöð.
1. MS - Muu muu mundu eftir mjólkinni. Held að Fíknó ætti að leyta af ofskynjunarlyfjum uppá Bitruhálsi, þvílík hörmung. Ætti að taka þessa auglýsingu og láta hana rúlla uppá Litla Hrauni í einangrunarklefanum, það er ef Genfarsáttmálinn myndi leyfa það. Myndi nota djús á kornflexið mitt ef það væri ekki drullu vont.
Þangað til næst.
![]() |
Jólaverslunin formlega hafin í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2006 | 10:37
Skrítin samtöl
Ég hef unnið við tölvur í 15 ár og fengið mörg skrítin samtöl og beiðnir um aðstoð. Hér koma nokkur dæmi sem eru mér hvað minnisstæðast:
Fékk símtal frá konu sem var í öngum sínum, ".... skjárinn krumpaðist saman og er í einu horninu....", þá hafði eitt forritið mínimæsast (vantar góða íslenskt orð) og var á task barnum.
Var heima hjá forstjóranum að gera við tölvuna hans, hann ekki heima en mamma hans var þarna að passa börnin, þegar ég var búinn að laga tölvuna hans kallar hún á mig inní eldhús, "Það er svo mikið suð í ísskápnum, geturðu lagað það ?", ég reyndi að útskýra fyrir henni að ég væri bara í tölvunum, myndi frekar kalla á sérfræðinga á sviði eldhústækja, til dæmis Rafha. Gömlu konunni fannst þetta frekar billegt hjá mér.
Var með einn í símanum frá Sauðárkróki hátt í 45 mínútur að láta hann copera skjöl á milli deilda, eftir að hafa reynt milljón aðferðir við að copera, komst ég að því að hann skrifaði copy alltaf kopí, síðan hefi ég alltaf stafað fyrir menn aðgerðirnar.
Þessi toppar nú líklega allt.
Maður hringir og spyr "Hvernig geri ég öfugt pé?"
"Öfugt pé ? Skil þig ekki" svara ég,
"Já, ég er með orð hérna sem ég þarf að skrifa og þar er öfugt pé" segir maðurinn pirraður
"Tja, ég veit ekkert um öfugt pé, hvaða orð er þetta ?" spyr ég og skil hvorki upp né niður
"Sko, fyrst kemur öfugt pé og svo kemur uestion" svarar hann og verður enn meira pirraður yfir fávisku minni.
"öööö ertu að meina kú, sem er við hliðiná tvövfalda vaffinu ?" spyr ég og er nánast að springa úr hlátri.
"hmmm, já þetta er komið takk" segir maðurinn snubbótt og skellir á.
Ég var lengi að ná mér eftir hláturskastið sem ég fékk.
Þangað til næst,
![]() |
Tíu ótrúlegustu tölvusögurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2006 | 16:53
Grænu bauna drykkur
Djö.... hafa ekki fattað þessa snild, ég leyfi mér að segja gargandi snilld. Gæti tekið nokkrar Ora baunadósir og sturtað safanum, sem venjulega fer í vaskinn, oní flöskur og tappað á. Þar sem þetta yrði örugglega svo mikið succsess þá hefði verið hægt að auka við vöruúrvalið og koma með gulu bauna gos og bakaðar bauna gos.
Svona er maður ófrjór og vitlaus, að láta sér ekki detta þessi snilld í hug. Er nokkuð viss um að sá sem sér um að koma nýjum vörum í framleiðslu hjá Jones Soda sé íslenskur, eða sá hinn sami og bjó til og framleiddi Súkkó hérna um árið, sem reyndar kolféll sem er óskiljanlegt, hver vill ekki gosdrykk með súkkulaði bragði ?
Gaman annars að rifja upp nokkrar gostegundir sem ekki hafa meikað það, sem ég man í fljótu bragði eru: Sukkó, RC-Kóla, Cherry Cola, Ískóla, Miranda, Spur, Sinalco, Póló, Vanilla coke (talandi um viðbjóð) og örugglega fullt fullt af öðrum drykkjum, athugasemdir vel þegnar.
þangað til næst,
![]() |
Drykkur með bragði af grænum baunum brátt framleiddur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2006 | 22:53
Undarleg skrif
Mikið finnst mér skrifin hjá þeim annars frábæra skúbb-bloggara Denna, um kaupin á Helga Sigurssyni, lýsa mikilli beiskju og biturð í garð Valsmanna. Jú jú víst segir sagan að um stórar fjárhæðir sé að ræða fyrir leikmann yfir þrítugt og það má endalaust karpa um hvenær borgað er of mikið eða of lítið. En samt finnst mér umræðan um hvaðan peningarnir séu komnir vera skot langt yfir markið.
Nú veit ég ekkert hvort Engilbert, sá sem er sagður hafa fjármagnað kaupin á Helga sé glæpamaður eða ekki, enda er mér alveg nokk sama, svo framarlega að ekki sé verið að brjóta lög í kringum þessi kaup. Það er líka endalaust hægt að kryfja hvaðan peningarnir séu komnir og hvort þeir séu ílla fengnir eða ekki.
Denni skrifaði nú einu sinni á síðunni sinni þar sem hann sló upp þeirri spurningi hvort Abramovich væri að fara að kaupa Fram þegar hann kom hingað í opinbera heimsókn, að vísu setti Denni þetta fram í gríni en ég er nokkuð viss um að honum sem öðrum Frömmurum myndi ekkert leiðast að fá fjármagn Abramovich í Fram.
Á sínum tíma vann Denni á Stöð 2 á meðan hún var í eigu Jóns Ólafssonar, en einsog allir vita þá hefur sú saga verið ansi lífseig að Jón hafi fjármagnað veldi sitt með ílla fengnu fé, ekki virtist það hindra Denna að taka við laununum sínum.
Hvað um það, ég skil vel gremju Frammara að missa sinn besta mann til erkióvinarins en menn ættu nú samt aðeins að anda með nefinu.
þangað til næst
zpider
p.s. það skal tekið fram að síðuskrifari er Valsari og litast hans skrif algjörlega þess vegna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2006 | 13:28
Fyrirsagnir
Núna má sjá auglýsingar víða þar sem hvatt er til nota ekki nagladekk, sem er gott og vel. Slagorðið er Minnkum svifryk og ég spyr er rétt að minnka svifrykin ? Er ekki betra að fækka þeim ? Fer það kannski betur með öndunarfærin okkar að anda að okkur minni einingum af svifryki. Nú er ég engin íslenskufræðingur, langt frá því, en eitthvað finnst mér þetta ekki vera rétt.
Ein fyndasta auglýsingin var þegar var verið að auglýsa einhverja samkeppni, og þar kom þessi ódauðlega klausa .... ekki verður lógóið notað nema að höfðu samræði við höfund....
Annars eru fyrirsagnir oft á tíðum ansi skrautlegar, frægust er nú sjálfsagt Skreið til Nígeríu fyrir milljón man líka eftir einni í Fjarðarpóstinum Einn fimmti Hafnfirðinga ekki ruglaðir og var þá vísað til þess að um 20% Hafnfirðinga ættu myndlykil.
DV voru nú líka ansi lunknir í að koma með undarlegar fyrirsagnir, a la Eiríkur Jóns. Ef einhver man einhverja skondna þá endilega að koma með hana í athugasemdunum.
Bresku blöðin eru snillingar í að afbaka texta og gera úr honum fyrirsagnir, dæmi eru t.d.
I Can Raise The Ti-toon-ic Says Glenn Roeder - The People
Sparky Hope For Beckburn Coup - The Sun
Þangað til næst,
zpiderr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)