Leita í fréttum mbl.is

Tölvunotkun

ComputerNú hefur því verið haldið fram að ég sé tölvufíkill, að ég noti tölvuna meira en góðu hófi gegnir.  Ekki nóg með að ég starfa við tölvur allan daginn heldur að ég geti ekki beðið eftir að komast í tölvuna mína þegar heim er komið.  Synir mínir tveir eru orðnir líklegir kandídatar til að feta í fótspor föður síns, sá yngri á þó enn langt í land, þökk sé móður hans.

Fyrir þá sem halda þessu fram verð ég því miður að játa að þeir hafa líklegast rétt fyrir sér.  Ótrúlegt hvað hægt er að eyða miklum tíma fyrir framan þetta rafmagnsgangverk, hvernig hægt er að nostra við að fínpússa minnið, samstyrkja (defragment) diskinn og lesa endalausar upplýsingar um fótboltann, svo ég tali nú ekki um bridge-ið. 
Konan hefur þó aldrei þurft að hringja á lögregluna, þótt hana hafi örugglega stundum langað til þess.

Þar sem opinberun mín til tölvufíknarinnar er orðin staðreynd, þá lýsi ég því hér með hátíðlega yfir í votta viðurvist að ég mun aðeins fara í tölvuna tvisvar á ári, annars vegar þegar forsetinn á afmæli og hinsvegar þegar hann á ekki afmæli.

 Þangað til næst


mbl.is Lögregla kölluð til vegna tölvunotkunar unglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

zpiderr
Kristinn Þór, nörd, faðir, eiginmaður, íþróttaáhugamaður en þó ekki endilega í þessari röð

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband