24.11.2006 | 21:57
óþolandi auglýsingar
Senn koma jólin......en fyrst auglýsingar.
Nú getur sjálfsagt markaðsmaðurinn og auglýsingamógullinn hann Egill bróðir minn frætt fáfróðan stóra bróðir sinn um það hvort léleg auglýsing sé betri en engin auglýsing. Helgar tilgangurinn meðalið ? Er undirmeðvitundin það sterk að léleg auglýsing hefur áhrif á hvort maður kaupir vöruna eða ekki ?
Þær eru mjög slæmar þessar erlendu auglýsingar sem búið er að döbba á íslensku afskaplega klúðurslega, einsog flest þvottaefna auglýsingarnar.
Allavega, þá eru nokkrar alveg sérlegar slæmar íslenskar auglýsingar sem eru við það að fá mann til að vilja taka upp bazookuna og skjóta auglýsingastofuna sem gerði viðkomandi auglýsingu.
5. KFC - ansi hreint kjánalegar auglýsingar sem gjörsamlega tröllriðu öllum auglýsingatímum í kringum Rockstar, ílla leiknar og ósannfærandi, en kjúllinn er góður en ég fæ mér aldrei Zingerborgara á sunnudögum.
4. Vaka - Er í gangi í útvarpinu þessa dagna, búið að taka Bí, bí og blaka og breyta því í Bí bí og vaka, algjör vibbi og hreinlega kjánalegur. Smá fyndni í lokin eru þó örlítil sárabót fyrir glataða auglýsingu.
3. Jói Fel - Held að ég fái sjaldan eins mikinn kjánahroll og þegar maður sér Jóa Fel auglýsa sjálfan sig. Eitthvað svo glatað að sjá glottið á honum og svipinn sem sýnir að maðurinn heldur að hann sé Guð almáttugur.
2. Ingvar Helgason. Alger horbjóður, ætti að varða við lög að gera svona leiðinlegar auglýsingar. Sá sem samdi þetta hefur verið á þungum lyfjum og sá sem samþykkti þetta hjá IH er sjálfsagt atvinnulaus í dag. Ekki nóg með að taka hundleiðinlegt jólalag, heldur gerðu þeir það enn leiðinlegra, þegar þessi auglýsing kemur þá er skipt um stöð.
1. MS - Muu muu mundu eftir mjólkinni. Held að Fíknó ætti að leyta af ofskynjunarlyfjum uppá Bitruhálsi, þvílík hörmung. Ætti að taka þessa auglýsingu og láta hana rúlla uppá Litla Hrauni í einangrunarklefanum, það er ef Genfarsáttmálinn myndi leyfa það. Myndi nota djús á kornflexið mitt ef það væri ekki drullu vont.
Þangað til næst.
![]() |
Jólaverslunin formlega hafin í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir ansi óþolandi kjúklingaauglýsingu með einhvern óskiljanlegan leðurtöffara með króníska ofurást á KFC. Þarna hefur auglýsingastofan farið á flipp og selt Helga í Góu þá grillu að sýna allar þjóðfélagstýpur sem viti ekkert betra en að slöfra í sig djúpsteiktum kjúklingabitum. Annars er þetta ansi hæpin fullyrðing að "allir" elski KFC. Ég elska nú manninn minn meira en kjúklingaleggi sem hefur verið velt uppúr raspi og dýft í olíu, svo mikið er víst.
Egill Ingvason (IP-tala skráð) 26.11.2006 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.