19.11.2006 | 22:53
Undarleg skrif
Mikið finnst mér skrifin hjá þeim annars frábæra skúbb-bloggara Denna, um kaupin á Helga Sigurssyni, lýsa mikilli beiskju og biturð í garð Valsmanna. Jú jú víst segir sagan að um stórar fjárhæðir sé að ræða fyrir leikmann yfir þrítugt og það má endalaust karpa um hvenær borgað er of mikið eða of lítið. En samt finnst mér umræðan um hvaðan peningarnir séu komnir vera skot langt yfir markið.
Nú veit ég ekkert hvort Engilbert, sá sem er sagður hafa fjármagnað kaupin á Helga sé glæpamaður eða ekki, enda er mér alveg nokk sama, svo framarlega að ekki sé verið að brjóta lög í kringum þessi kaup. Það er líka endalaust hægt að kryfja hvaðan peningarnir séu komnir og hvort þeir séu ílla fengnir eða ekki.
Denni skrifaði nú einu sinni á síðunni sinni þar sem hann sló upp þeirri spurningi hvort Abramovich væri að fara að kaupa Fram þegar hann kom hingað í opinbera heimsókn, að vísu setti Denni þetta fram í gríni en ég er nokkuð viss um að honum sem öðrum Frömmurum myndi ekkert leiðast að fá fjármagn Abramovich í Fram.
Á sínum tíma vann Denni á Stöð 2 á meðan hún var í eigu Jóns Ólafssonar, en einsog allir vita þá hefur sú saga verið ansi lífseig að Jón hafi fjármagnað veldi sitt með ílla fengnu fé, ekki virtist það hindra Denna að taka við laununum sínum.
Hvað um það, ég skil vel gremju Frammara að missa sinn besta mann til erkióvinarins en menn ættu nú samt aðeins að anda með nefinu.
þangað til næst
zpider
p.s. það skal tekið fram að síðuskrifari er Valsari og litast hans skrif algjörlega þess vegna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.