Leita í fréttum mbl.is

Fyrirsagnir

h_xxx_blog_untitled-1.jpgNúna má sjá auglýsingar víða þar sem hvatt er til nota ekki nagladekk, sem er gott og vel.  Slagorðið er „Minnkum svifryk“ og ég spyr er rétt að minnka svifrykin ? Er ekki betra að fækka þeim ?  Fer það kannski betur með öndunarfærin okkar að anda að okkur minni einingum af svifryki.  Nú er ég engin íslenskufræðingur, langt frá því, en eitthvað finnst mér þetta ekki vera rétt.
Ein fyndasta auglýsingin var þegar var verið að auglýsa einhverja samkeppni, og þar kom þessi ódauðlega klausa „.... ekki verður lógóið notað nema að höfðu samræði við höfund.... “

Annars eru fyrirsagnir oft á tíðum ansi skrautlegar,  frægust er nú sjálfsagt „Skreið til Nígeríu fyrir milljón“ man líka eftir einni í Fjarðarpóstinum „Einn fimmti Hafnfirðinga ekki ruglaðir“ og var þá vísað til þess að um 20% Hafnfirðinga ættu myndlykil.

DV voru nú líka ansi lunknir í að koma með undarlegar fyrirsagnir, a la Eiríkur Jóns.  Ef einhver man einhverja skondna þá endilega að koma með hana í athugasemdunum.

Bresku blöðin eru snillingar í að afbaka texta og gera úr honum fyrirsagnir, dæmi eru t.d.
„I Can Raise The Ti-toon-ic Says Glenn Roeder“ - The People
„Sparky Hope For Beckburn Coup“ - The Sun

Þangað til næst,
zpiderr


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Egill bróðir þinn hérna. Til lukku með þetta nýja tjáningarform þitt

Ég get hér sett orð í belg. Sú kostulega fyrirsögn birtist í DV hér áður: "Leoncie reið Markúsi Erni"

Önnur skondin sem mér datt í hug var um flugdólginn, einhvern tannlækni í Garðabænum sem fær víst aldrei aftur að fljúga með Icelandair. Á forsíðu Séð og heyrt stóð stórum stöfum "Var stunginn á Mallorca". Stungusárin voru eftir flugu þegar blaðinu var flétt og greinin lesin!

Egill Ingvason (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 23:00

2 identicon

Bæti hér einni enn við sem ég sá á ruv.is, meinleg en fyndin prentvilla:

"Maur tekinn með 3 kíló af hassi í Leifsstöð" Vænti þess að þetta hafi átt að vera "maður tekinn..."

Egill Ingvason (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 23:04

3 identicon

Hæ, Liz hér, andlegur leiðbeinandi yngri sonar þíns. Er ekki með jafn góð "quote" eins og bróðir þinn nokkrar fyrirsagnir kættu mig nóg til að eg klippti þær út og límdi á ísskápinn minn. Þær eru m.a. "Hrinti konu í Grindavík" (slow newsday?) "Ker vill borga skaðabætur" (virkar ef maður segir á barnamáli "ker (hver) vill borga skaðabætur?" og "Gekk á skilti". Að sumir fái að starfa við blaðamennsku er sorglegt. Æðislegt að vera buin að finna bloggsíðuna þína, djöööö  verðurðu stalkaður núna...!!

Lizella (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

zpiderr
Kristinn Þór, nörd, faðir, eiginmaður, íþróttaáhugamaður en þó ekki endilega í þessari röð

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband